Maðurinn með höfuðhringinn

Myndasaga í þremur römmum, teiknuðum eftir fyrirmyndum úr Íslensku teiknibókinni. Frumsömdum texta bætt við. Áhersla lögð á að koma hugmynd/lítilli sögu til skila.

Markmið

Að nemandi teikni eftir fyrirmynd annars teiknara en semji um leið söguna og textann sem hann sér út úr myndunum. Áhersla er annars vegar lögð á samhæfingu og hins vegar spuna bæði í teikningu og texta.

LÝSING

Skoðaðu vel fyrirmyndina hér fyrir ofan. Hún samanstendur af þremur stökum teikningum úr Íslensku teiknibókinni. Maðurinn með hringinn um (eða fyrir aftan) höfuðið tengir þær innbyrðis. Saman skapa teikningarnar atburðarás en við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist. Teiknaðu þrjá jafnstóra ramma á blað. Hafðu þá stærri á hæðina en breiddina svo pláss sé fyrir texta og talblöðrur fyrir ofan teikningarnar. Byrjaðu svo að semja söguna sem þú sérð út úr þessum þremur myndum. Teiknaðu eftir fyrirmyndunum og leyfðu öllum persónum og stellingum að halda sér í megindráttum. Ef nauðsyn krefur breyttu þá örlítið út af og hnikaðu til svo teikningin þjóni sögunni. Hugsaðu sérstaklega um svipbrigði og hendur. Koma fleiri persónur fyrir í öllum myndunum en maðurinn með hringinn? Texti verður að fylgja myndunum en hversu mikill textinn er ákveður þú.

Stikkorð

Efni og áhöld

Myndirnar sem sjást hér að ofan úr Íslensku teiknibókinni, blað og teikniáhöld.

Bókalisti