Sitjandi, standandi, hlaupandi

Þrjár myndir teiknaðar af sömu persónunni úr Íslensku teiknibókinni. Áhersla er lögð á líkamsstellingu og -tjáningu.

Markmið

Að nemandi geti út frá einni fyrirmynd af líkama persónu gert sér í hugarlund hvernig teikna megi hana í mismunandi stellingum.

LÝSING

Veldu eina standandi persónu úr myndunum. Teiknaðu þrjá ramma. Í miðrammann teiknar þú persónuna sem þú valdir eins og hún er á myndinni. Horfðu vel á myndina og teiknaðu hana eins nákvæmt og þú getur. Teiknaðu síðan sömu persónu í fyrsta rammann en í þetta sinn sitjandi. Reyndu að sjá fyrir þér hvernig hún lítur út sitjandi á stól eða bekk, hvernig líkamsstellingin breytist og hvernig fötin liggja að líkamanum. Í þriðja og síðasta rammann teiknarðu svo persónuna hlaupandi. Hreyfing persónunnar er minnst í fyrsta rammanum og mest í lokarammanum.

Stikkorð

Efni og áhöld

Mynd úr Íslensku teiknibókinni, blað og teikniáhöld.

Bókalisti