I.
Nemendur vinna myndir úr hvítum og svörtum pappír. Hvítur pappír er klipptur niður og skapar hrynjandi á svörtum fleti; hins vegar er svartur pappír klipptur niður og skapar hrynjandi á hvítum fleti.
Hvítur pappír er klipptur í strimla sem nemendur bretta, beygja eða snúa upp á, líma á hvítan bakgrunn og skapa þannig samspil ljóss og skugga á myndfletinum.
II.
Lokaþáttur verkefnisins er að byggja upp lágmynd, hvítt á hvítt með sykurmolum. Gerðar eru litafræðitilraunir með bleki í grunnlitunum. Blekið er sogið upp í dropateljara og látið falla beint á sykurmolana. Þá sést hvernig litirnir blandast í sykurmolanum og gaman er að gera tilraunir með hvernig droparnir blandast misjafnlega á öllum hliðum sykurmolanna.
Þegar hér er komið sögu er gott að draga fram ljóskastara og skoða hvað gerist þegar lýst er á myndflötinn frá ýmsum hliðum. Magn litanna kemur fram í þrívídd og samband ljóss og skugga skýrist.