You are here
LÝSING
TÖFRALAMPINN var 4 daga langar listbúðir sem Myndlistaskólinn stóð fyrir í Fellaskóla í samvinnu við Breiðholtsskóla, Fellaskóla og Hólabrekkuskóla. Kennarar Myndlistaskólans leiddu listbúðirnar en nemendur 3ja bekkjar þessara skóla tóku þátt með bekkjarkennurum sínum.
Viðfangsefni listbúðanna var töfraveröld ljóss og skugga, - og hreyfing. Umgjörðin var Speglasalurinn í Fellaskóla og þrjár kennslustofur. Í speglasalnum var búið að strengja tjöld á milli súlna sem stúkuðu af rými í miðjum salnum. Tjöldin þjónuðu sem sýnngartjöld fyrir skuggaveröld Töfralampans,- bæði í hreyfimyndagerð og innsetningu á sýningu á lokadegi listbúðanna. En líka sem sýnngartjöld á kynningarfyrirlestri á fyrsta degi. Í kennslustofum var borðum raðað saman í fjögurraborða vinnustöðvar, á veggjum voru myndir af skuggaverkum ýmissa listamanna, alls kynns byggingum, borgarkortum og fleiru sem veitt gat innblástur í vinnu nemenda í Töfralampanum. Þar voru líka litlir skermar og lampar (töfralampar?) til að prófa og gera tilraunir jafnóðum.
Helstu verkefni TÖFRALAMPANS voru:
- BÓK SEM VERÐUR LAMPI, dagbók sem nemendur skráðu í upplifun sína af listbúðunum í lok hvers dags með bekkjarkennurum sínum, - bókin getur staðið sjálf á borði og breytist þá í lampa.
- SKUGGABORG, þar sem búnar eru til “skuggabrúður” sem eru byggingar, íbúar, farartæki og annað sem tilheyrir borgum og mynda skuggaborg þegar lýst er á þær og teiknaður skuggi á tjald eða skerm.
- BORG VERÐUR TIL, hreyfimynd unnin í skuggaleikhúsi.
- SKUGGATEIKNING, teiknuð skuggamynd af hlut með því að lýsa á hann og skugginn svo teiknaður með hvítu á svart.