Þingvallamynd – myndasaga

Myndasaga spunnin út frá Þingvallamynd Þórarins B í klippimynd.

Markmið

Að nemendur kynnist verki úr íslenskri listasögu og byggi eigið verk á því. Að nemendur spinni sögu (myndasögu) út frá einni mynd. Að þjálfa samvinnu.

LÝSING

Nemendum var skipt niður í tvo hópa og voru þrír og fjórir nemendur í hvorum hóp. Hvor hópur gerði eina myndasögu með málverk Þórarins B sem kveikju.  Nemendur höfðu frjálsar hendur með útfærsluna en voru beðnir að blanda ekki of miklu ofbeldi í söguna.  Niðurstaðan varð sú að báðir hópar völdu að gera klippimynd og grínsögu – jafnvel með súrrealísku yfirbragði.

Stikkorð

Efni og áhöld

mynd af málverki, ljósritunarvél, pappír, skæri, límstifti, teikniáhöld

Kennarar