Hlæjandi, grátandi, undrandi...

Níu myndir teiknaðar af sama andlitinu úr Íslensku teiknibókinni. Áhersla er lögð á svipbrigði og tilfinningar.

Markmið

Að nemandi geti út frá einni fyrirmynd af andliti persónu teiknað það þannig að ólíkar tilfinningar persónunnar megi ráða af svipbrigðum þess.

LÝSING

Teiknaðu þrjár raðir af þremur jafn stórum römmum á blað. Skoðaðu vel fyrirmyndina hér fyrir ofan og teiknaðu hana síðan eins og hún er í miðrammann í miðröðinni. Hvaða tilfinningu virðist andlitið tjá? Veltu svo fyrir þér hvernig andlit persónunnar breytist og lítur út eftir því hvaða svipbrigði og tilfinningar eiga í hlut. Teiknaðu mismunandi svipbrigði í rammana átta allt í kring. Hvernig breytist augnsvipurinn, munnurinn, nefið? Færist andlitið örlítið til í sumum myndanna? Liggur hárið alltaf eins? Þú getur teiknað persónuna…

… hlæjandi

… grátandi

… undrandi

… reiða

… glaða

… sofandi

… syngjandi

… dapra

eða á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. Skrifaðu svipbrigðið fyrir neðan hverja mynd.

Stikkorð

Efni og áhöld

Myndin sem sést hér að ofan úr Íslensku teiknibókinni, blað og teikniáhöld.

Bókalisti