Teiknaðu þrjár raðir af þremur jafn stórum römmum á blað. Skoðaðu vel fyrirmyndina hér fyrir ofan og teiknaðu hana síðan eins og hún er í miðrammann í miðröðinni. Hvaða tilfinningu virðist andlitið tjá? Veltu svo fyrir þér hvernig andlit persónunnar breytist og lítur út eftir því hvaða svipbrigði og tilfinningar eiga í hlut. Teiknaðu mismunandi svipbrigði í rammana átta allt í kring. Hvernig breytist augnsvipurinn, munnurinn, nefið? Færist andlitið örlítið til í sumum myndanna? Liggur hárið alltaf eins? Þú getur teiknað persónuna…
… hlæjandi
… grátandi
… undrandi
… reiða
… glaða
… sofandi
… syngjandi
… dapra
eða á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. Skrifaðu svipbrigðið fyrir neðan hverja mynd.