Veldu mynd sem þú ætlar að teikna eftir. Það getur verið auðveldara að teikna eftir nýju teikningunum sem hafa verið teiknaðar eftir teikningunum úr gamala handritinu (appelsínurauðu teikningarnar). Það er gott að vera með lítinn ramma skorinn út úr þykkum pappa og horfa í gegnum hann. Með því að færa hann nær sér og fjær er hægt að víkka og þrengja sjónarhornið – eins og þegar súmmað er í myndavél. Þegar þú ert búinn að velja sjónarhorn eða hluta myndar sem þú ætlar að teikna skaltu teikna með hvítum trélit á svartan pappír, eða svörtum penna á ljósan pappír. Reyndu að fylgja fyrirmyndinni eins vel og þú getur. Horfðu vel á línuna í fyrirmyndinni, línan er heil og óslitin. Í appelsínurauðu teikningunum er línan öll jafnþykk en í gamla handritinu er línan breytilegri, stundum er hún örmjó og fín og stundum breiðari og sterkari. Reyndu að hafa línuna óslitna í teikningunni þinni.