Spunnið við Þingvallamynd

Spunnið við Þingvallamynd Þórarins B Þorlákssonar í þurrkrít.

Markmið

Að nemendur kynnist verki úr íslenskri listasögu og byggi eigið verk á því. Að nemendur velti fyrir sér myndbyggingu; forgrunni, miðgrunni og bakgrunni. Að þjálfa litablöndun. Að efla ímyndunaraflið – að spinna eigin mynd út frá ákveðnum hlut.

LÝSING

Nemendur fengu lítið prent af málverkinu og stærra blað til að líma það á.  Við skoðuðum málverkið og veltum fyrir okkur myndbyggingunni, forgrunni, miðgrunni og bakgrunni.  Við skoðuðum líka vel litina og birtuna, og veltum fyrir okkur hvenær sólarhringsins myndin hefði verið máluð. 

Krakkarnir prófuðu að færa litla prentið til á stóra blaðinu áður en þau ákváðu hvar þau vildu líma það niður.  Þau fengu svo þurrkrítar og var verkfnið að prjóna við myndina og um leið skoða vel litina í málverkinu og láta það falla vel inn í myndina þeirra.

Efni og áhöld

mynd af málverki, pappír, límstifti, þurrkrít