Samsett teikning / collage

Persónur og dýr úr Íslensku teiknibókinn og Physiolgusi notaðar sem fyrirmyndir og settar saman í nýrri teikningu

Markmið

Að nemandi kynnist gamla íslenska teikniarfinum. Að nemendur setji hluti í nýtt samhengi. Að nemendur skapi nýja mynd úr gömlu efni.

LÝSING

 

Í Íslensku teiknibókinni og Physiologusi er að finna bæði fólk og skepnur.  Fólkið er flest ákveðnar persónur úr biblíusögunum en ef maður þekkir ekki til þeirra gætu þær allt eins verið prinsessur, prinsar og samúrajar.  Skepnurnar eu sumar dýr sem við þekkjum, en líka fágætari furðuskepnur.

 

Skoðaðu myndirnar vel og veldu þér fólk og skepnur sem þér finnast áhugverðar.  Teiknaðu eftir þeim og settu saman í einni teikningu.  Þú getur leikið þér með stærð fyrirmyndanna.  Sumt fókið eða dýrin geta verið stærri en önnur.  Með því skaparðu dýpt í myndinni, það sem er nær okkur í myndinni er stærra og það sem er fjær, minna.

Efni og áhöld

Myndir úr Íslensku teiknibókinni og Physiologusi, pappír og teikniáhöld.

Bókalisti